Forvarnir

Eitt mikilvægasta starfið sem við sinnum á tannlæknastofunni er að veita forvarnir en þær eru lykilatriði til að viðhalda almennu heilbrigði.  Tannlæknar og starfsmenn tannlæknastofunnar  svara öllum spurningum varðandi forvarnarstarf og veita fræðslu og leiðbeiningar  til að viðhalda heilbrigðu og björtu brosi.  Á tannlæknastofunni Heilartennur.is er velferð og þægindi skjólstæðinga okkar í fyrirrúmi.

 

Fyrsta heimsóknin á tannlæknastofuna felst yfirleitt ítarlegri skoðun og skrásetningu á ástandi tanna og tannholds.  Sömuleiðs greining og ráðleggingar varðandi hugsanlega meðferðarþörf.  

 

Góð tannheilsa og heilbrigt munnhol er langtímamarkmið og samvinnuverkefni tannlæknis og skjólstæðings.  Því þarf reglulegar heimsóknir til tannlæknis sem eru sniðnar að þörfum hver og eins.  Reglulegt eftirlit gerir okkur kleift að greina vandamál strax í byrjun sem hægt er að meðhöndla á einfaldan máta og þannig varðveitum við tennur og komum í veg fyrir óvænt vandamál.

Tannlæknaþjónusta

arrow arrow

Hafðu samband

social_facebook_box_blue

Forvarnir

arrow arrow arrow arrow Square

Munnþurrkur:

 

Lítið munnvatn hrjáir mjög marga og er ekki aðeins til óþæginda heldur setur fólk í mjög mikla áhættu fyrir tannskemmdum og  skipta hér forvarnir gríðarlega miklu máli.

 

Helstu ástæður geta verið:

 

Ýmis lyf valda munnþurrki

Geislameðferð

Sjögrens heilkenni

Munnöndun

 

Vefsíða um munnþurrk: www.drymouth.info

 

 

Mikilvægt er að bursta a.m.k. tvisvar sinnum á dag með flúortannkremi

 

 

Skorufyllur í jaxla eru ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir tannskemmdir.  Myndin efst á síðunni segir meira en mörg orð um gagnsemi skorufyllinga.

 

Nú er loksins hægt að fá tannkrem fyrir þá sem glíma við tannskemmdir ár eftir ár. Tannkremið hefur mikið flúorinnihald(5000ppm) og er líklega einfaldasta og árangursríkasta leiðin í baráttunni.

 

Regluleg tannhreinsun hjá tannlækni viðheldur heilbrigðu tannholdi og kemur í veg fyrir að tannsteinn hlaðist upp og valdi bólgum í tannholdi sem getur að lokum losað um tennur og þær tapast.

 

arrow arrow arrow arrow

Hvað gerum við