Krónur og Brýr

Skipta má öllum tegundum af smíðuðum tönnum í föst tanngervi og laus tanngervi.  Gullkrónur,  postulínskrónur, postulínsbrýr  eru t.d. föst tanngervi og eiga að endurskapa form og lit tanna.

Tannlæknaþjónusta

Hafðu samband

Tannlæknastofa

Heilartennur.is

Faxafen 5

108 Reykjavík

Iceland

Sími: 588 1688

Netfang: [email protected]

www.facebook.com/heilartennur

social_facebook_box_blue Square

Hversu oft þarf að koma þegar gerð er ný tönn?

 

Fyrsta heimsókn:  Gamla tönnin slípuð til  og tekin afsteypa þegar það er búið.  í lok heimsóknarinnar er útbúin bráðabirgðatönn sem fest er til bráðabirgða.

 

Tannsmiður velur réttan lit

 

 

Önnur heimsókn:  Nýja tönnin mátuð og athugað hvort litur og form falli vel innan um aðrar tennur.  Tönnin fest endanlega með sérstöku tannlituðu lími.

Algengar tegundir fastra tanngerva.

 

1. úr gulli.  Áður fyrr var algengt að smíðaðar voru tennur úr gulli en í dag þykir það ekki nógu gott útlitslega þrátt fyrir mikil gæði og góða endingu.

 

2. Ábrennt postulín.  Hér er postulín brennt á málmgrunn sem gefur styrk og endingu.

 

3. Málmlausar postulínskrónur.  Miklar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum m.a. vegna verðhækkana á gulli en einnig vegna kröfu um útlitslegan árangur.  Með því að smíða tennur sem eingöngu eru gerðar úr postulíni er hægt að skapa náttúrulegt útlit tanna þar sem gegnumskin ljóss er eins og í glerungi, þannig næst heilbrigt og fallegt útlit.

arrow arrow arrow

Hvað gerum við

arrow arrow arrow arrow

Krónur og Brýr

arrow arrow fastoglaust2 implant2

Föst tanngervi

 

Tveir postulínsjaxlar festir á tvo tannplanta.   Ef ekki hefði verið hægt að setja tannplantana  væri viðkomandi með tannlaust svæði eða notaðist við lausar tennur.

Málmlausar postulínskrónur

 

sjást hérna til hliðar.

Hér eru bæði föst og laus tanngervi

fastoglaust4 fastoglaust5