Rótfyllingar

Áður fyrr þurfti að fjarlægja tennur sem höfðu orðið fyrir  áverka eða voru sýktar vegna t.d. skemmdar.  Nú er sem betur fer mögulegt að bjarga tönninni með því að meðhöndla hana með rótfyllingarmeðferð.  

 

 

Inni í tönninni er taugin eða svokölluð tannkvika og getur taugin ekki lagfært sjálfa sig ef hún hefur orðið fyrir áverka og er hætt við að bakteríur komi sér fyrir inni í tönninni.  Í kjölfarið getur myndast graftrarkýli undir tönninni og valdið miklum óþægindum og sýkingu í kjálkabeininu.

Tannlæknaþjónusta

Hafðu samband

Tannlæknastofa

Heilartennur.is

Faxafen 5

108 Reykjavík

Iceland

Sími: 588 1688

Netfang: [email protected]

www.facebook.com/heilartennur

social_facebook_box_blue Square

Stundum getur tannlæknir klárað skrefin í færri heimsóknum en þremur og  fer það  m.a. eftir því hversu flókin tönnin er.  T.d. er framtönn yfirleitt einfaldari en jaxl aftarlega í munni með þremur rótum og jafnvel aukagöngum sem erfitt er að finna. Þá getur jafnvel þurft fleiri heimsóknir og meta þarf líkurnar á því að viðunandi árangur náist og þá hvort aðrir kostir eru skynsamlegri til lengri tíma litið.

 

 

Þó svo að búið sé að rótfylla tönn, kemur það ekki í veg fyrir að hún geti skemmst eins og aðrar lifandi tennur.  Góð tannhirða og og reglulegar heimsóknir til tannlæknis hjálpa þér að halda tönninni og tannholdinu kringum hana heilbrigðu þannig að  hún geti dugað þér út lífið.

 

Rótfyllt tönn er mikið viðgerð tönn.  Því er tönnin viðkvæmari fyrir því að hún brotni eða klofni.  Sömuleiðis hefur komið í ljós á síðustu árum með rannsóknum að miklu skipti fyrir endingu rótfyllinga og til að fyrirbyggja brot,  að sett sé Postulínskróna yfir tönnina.

Rótfyllingarmeðferð má skipta í þrjú stig.

 

1. Úthreinsun

Felst í því að finna alla rótarganga sem mögulega eru í rótinni og hreinsa innan úr þeim tannkvikuna sem er í raun æðar ,taugar  og bandvefur.

 

2. Útvíkkun

Hér eru gangar breikkaðir og óreglur innan í tönninni fjarlægðar svo mögulegt verði að fylla síðan í holrýmið.

 

3. Fylling

Endanleg fylling sett ofan í rótina og  í rótarganga.  Það er gert til þess að koma í veg fyrir að bakteríur ná að lifa innan í tönninni.

 

Milli heimsókna er  settur sótthreinsandi pasti ofan í rótina og er það  liður í því að drepa bakteríur og til að kljást við  sýkingar.  Getur þurft að skipta um þennan sótthreinsandi pasta í nokkur skipti til að ná fullkomnum árangri.

arrow arrow arrow arrow arrow arrow arrow arrow arrow

Rótfyllingar

tannrót

http://rootcanalanatomy.blogspot.com

rot1 rot2 rot3