Starfsmenn
Eydís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2004. Að loknu stúdentsprófi stundaði Eydís tannlæknanám við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist með Cand. Odont gráðu árið 2010. Eydís stundar virka símenntun og er m.a. meðlimur í ITI study club.
Eydís starfaði sem tannlæknir á Höfn í Hornarfirði þar til hún gekk til liðs við tannlæknastofuna Heilartennur.is í Reykjavík.
Eydís á tvö börn.
Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989. Sigurður stundaði tannlæknanám við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1996 með Cand. Odont gráðu.Sigurður er eigandi og stofnandi tannnlæknastofunnar Heilartennur.is sem hefur verið starfrækt frá árinu 1997.
Sigurður stundar virka símenntun og hefur uppfyllt "VEIT" símenntunarkröfur Tannlæknafélags Íslands frá upphafi.
Sigurður hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og var m.a. formaður tannlæknafélagsins árin 2009-2012. Sigurður situr í stjórn tannlæknafélagins í dag. Sigurður er sömuleiðis meðlimur í ameríska tannlæknafélaginu og tekur þátt í ITI study club sem fjallar m.a. um líffræði munns og tannplantameðferðir
Sigurður á þrjú börn.
Harpa er menntaður sjúkraliði frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Hún hefur starfað hér á tannlæknastofunni síðan um haustið 2001.
Hún sinnir margvíslegum störfum á stofunni, innköllun, sótthreinsun, símsvörun og aðstoð við tannlæknana.
Harpa Sigurbjörnsdóttir, Tanntæknir og Sjúkraliði
Heiða útskrifaðist sem tanntæknir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún hefur mikla reynslu við vinnu á tannlæknastofum frá árinu 1999. Heiða hóf störf hér hjá Heilartennur.is haustið 2017.
Heiða sér um allt mögulegt sem upp kemur í daglegum rekstri tannlæknastofunnar, t.d. aðstoð við stól, símsvörun,sótthreinsun o.fl.
Heiða Sigurbergsdóttir, Tanntæknir
Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2012 . Unnur stundaði tannlæknanám við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2019 með Cand. Odont gráðu. Unnur hefur einnig unnið með skóla á tannlæknastofunni Heilartennur.is
.
Andrea Alda Björnsdóttir, aðstoðarmaður tannlækna
Andrea útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 2018. Andrea sinnir ýmsum daglegum verkefnum á tannlæknastofunni.