Tannlækningar fyrir börn

 

Tannlæknar og starfsfólk tannlæknastofunnar Heilartennur.is leggja áherlsu á að börnum líði vel þegar tannlæknastofan er heimsótt.  Afslappað og vinalegt umhverfi lætur þau  njóta heimsóknarinnar og koma þau til með að hlakka til næstu heimsókna eftir því sem þau eldast og þroskast.

 

Við leggjum áherslu á forvarnir þegar börn heimsækja okkur og þannig getum við hjálpað þeim að viðhalda heilbrigðum tönnum út lífið.  Mikilvægasta skrefið er að þau séu á heimavelli og líði vel, það kemur í veg fyrir fælni síðar á lífsleiðinni.

 

Í fyrstu heimsókninni fá börnin að skoða stofuna, tannlæknastólinn og ýmislegt sem er forvitnilegt á tannlæknastofunni.  Þau fá jafnvel í fyrstu heimsókinni að sitja í tannlæknastólnum, prófa sjónvarpsgleraugu eða bursta tennurnar  í skrítnum dýrum sem eru til á stofunni.

Tannlæknaþjónusta

Hafðu samband

Tannlæknastofa

Heilartennur.is

Faxafeni 5

108 Reykjavík

Iceland

 

Sími:  588 1688

Netfang: [email protected]

www.facebook.com/heilartennur

social_facebook_box_blue Square

Undirbúningur fyrir fyrstu heimsóknina.

 

Til að börnin upplifi jákvæða og skemmtilega heimsókn til tannlæknis, er mikilvægt að undirbúa þau fyrir heimsóknina.  Gott er að skoða bækur eða lesa sögur áður en komið er að því að heimsækja tannlækninn.    Ræða verður á jákvæðan hátt um heimsókina sem er í vændum og segja börnunum hvað muni fara fram og hvers er að vænta.

 

Fyrsta heimsóknin er mikilvæg þegar barnið er á öðru til þriðja aldursári.

 

Allir krakkar fá verðlaun eftir hverja heimsókn á tannlæknastofuna.

 

Þau geta horft á teiknimyndir meðan á heimsókn stendur með því að horfa gegnum sjónvarpsgleraugu,  Það leiðir athyglina frá erfiðum hlutum og gerir heimsóknina auðveldari.  

 

Krakkarnir eru ótrúlega dugleg og vilja alltaf standa sig vel, við þurfum bara að aðstoða þau við það, bæði foreldrar og heilbrigðisstarfsfólk.

 

Mikilvægt er að börn komi einu sinni eða tvisvar á ári til tannlæknis.  Á fyrstu árunum er svo margt að gerast nýjar tennur og krakkarnir að stækka og þroskast.  Í heimsókninni er fylgst með tannþroska og ástandi tanna og gripið ínn í ef einhver frávik verða.  Tennur hreinsaður og flúorbornar eftir þörfum hvers og eins.

 

arrow arrow arrow arrow arrow

Hvað gerum við

arrow arrow arrow arrow arrow arrow

Tannlækningar fyrir börn

Nemendur Snælandsskóla unnu með Barnaheillum á Íslandi til að vekja máls á tannheilsu barna á Íslandi.  Skemmtlegt myndband hjá flottum krökkum.