Um Heilartennur.is

 

  • Tannlæknastofan Heilartennur.is (Bragur ehf. kt 550799-2359) er staðsett miðsvæðis í Reykjavík og hefur verið starfrækt í núverandi húsnæði allt frá árinu 1997.  Upphaf tannlæknastofunnar má rekja til samstarfs Sigurðar Benediktssonar tannlæknis og Þórs Axelssonar tannlæknis en Þór hafði rekið tannlæknastofu að Barónsstíg í Reykjavík nokkur ár þar á undan.  Sigurður er núverandi eigandi tannlæknastofunnar en Þór Axelsson hefur starfað í nokkur ár við tannlæknaháskólann í Tromsö, Noregi.  Síðustu ár hafa tveir til þrír tannlæknar starfað við stofuna í senn en nú starfa Sigurður Benediktsson tannlæknir og Eydís Hildur Hjálmarsdóttir tannlæknir í fullu starfi og sinna verkefnum stofunnar.  Á stofunni starfa einnig sjúkraliði og tanntæknir sem sinna daglegum rekstri stofunnar, sótthreinsun og skipulagningu.  

 

  • Stofan er útbúin öllum nýjustu tannlæknatækjum, m.a. nýjum tannlæknastólum en nýlega voru allir tannlæknastólar endurnýjaðir til að mæta kröfum um þægindi og öryggi.  Notuð eru nýjustu efni og aðferðir í tannlækningum og kappkostum við okkur um að veita persónulega þjónustu.  Sömuleiðis er boðið upp á ýmsar nýjungar eins og sjónvarpsgleraugu þar sem viðskiptavinir geta horft á sjónvarpsþætti, bíómyndir eða hlustað á tónlist meðan á heimsókn stendur.

 

  • Tannlæknastofan veitir allar almennar tannlækningar, forvarnir og fræðslu.  Mikilvægur þáttur í starfsemi stofunnar er að veita forvarnir og fræðslu til að fyrirbyggja tannsjúkdóma sem geta skemmt tennur og stoðvefi tanna.  Önnur þjónusta eru m.a. hvítar tannfyllingar, postulínskrónur, tannbrýr,  tannplantar og tannhvíttun tanna.  Allar upplýsingar veita starfsmenn stofunnar.

Square

Á þessari síðu

arrow arrow

Hafðu samband

Tannlæknastofan

Heilartennur.is

Faxafen 5

108 Reykjavík

Iceland

 

Sími: 588-1688

Netfang: [email protected]

www.facebook.com/heilartennur

social_facebook_box_blue

Um okkur

IMG_4854 2