Leiðbeiningar – tannhvíttun

Opalescence lýsingarefni

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á að bursta tennur vel og notið tannþráð áður en meðferð hefst. Berið síðan efnið inn í framhlið gómsins.  Notið ca 1/4 til 1/2 af sprautu í góminn. Athugið að efnið fari ekki upp á tannholdið.  Ein sprauta ætti að duga í 2-4 góma.
  1. Setjið góminn upp í munninn og þrýstið létt á til að efnið leggist að tönnunum.

Tímalengd fer eftir styrkleika efnisins.

Opalescence PF 10%: 8–10 klst eða yfir nótt

Opalescence PF 15%: 1–6 klst

Opalescence PF 35%: 20-30 mínútur

Ef þú finnur fyrir kuli eða öðrum óþægindum við notkunina þá vinsamlegast hafðu samband við tannlækninn.

  1. Takið góminn úr munninum og notið mjúkan tannbursta til að fjarlægja efnið af tönnunum.  Skolið munninn mjög vel til að vera viss um að allt efni sé farið og að þið séuð ekki að kyngja efninu.
  1. Þrífið góminn með mjúkum tannbursta og köldu vatni.  Geymið í boxinu sem fylgdi með. Varist að drekka kaffi, te eða rauðvín á meðan á lýsingu stendur.