Sigurður Benediktsson
Tannlæknir
Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989. Sigurður stundaði tannlæknanám við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1996 sem tannlæknir. Sigurður er eigandi og stofnandi tannnlæknastofunnar Heilartennur.is sem hefur verið starfrækt frá árinu 1997.
Sigurður stundar virka símenntun og hefur uppfyllt “VEIT” símenntunarkröfur Tannlæknafélags Íslands frá upphafi. Sigurður hefur einnig verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands, verið í stjórn félagsins sl. ár sem gjaldkeri, varaformaður og sem formaður Tannlæknafélags Íslands árin 2009-2012.
Sigurður er sömuleiðis meðlimur í ameríska tannlæknafélaginu og tekur þátt í ITI study club sem fjallar m.a. um líffræði munns og tannplantameðferðir
Sigurður notast við Invisalign, ósýnilegar tannréttingar, í meðferð á tannskekkjum.