Forvarnir

Eitt mikilvægasta starfið sem við sinnum á tannlæknastofunni er að veita forvarnir en þær eru lykilatriði til að viðhalda almennu tannheilbrigði.

Tannlæknar og starfsmenn tannlæknastofunnar svara öllum spurningum varðandi forvarnastarf og veita fræðslu og leiðbeiningar til að viðhalda heilbrigðu og björtu brosi.

Á tannlæknastofunni Heilartennur.is er velferð og þægindi skjólstæðinga okkar í fyrirrúmi.

Fyrsta heimsóknin

Fyrsta heimsóknin á tannlæknastofuna felst yfirleitt í ítarlegri skoðun og skrásetningu á ástandi tanna og tannholds. Sömuleiðis fer fram greining og ráðleggingar varðandi hugsanlega meðferðarþörf.

Góð tannheilsa

Góð tannheilsa og heilbrigt munnhol er langtímamarkmið og samvinnuverkefni tannlæknis og skjólstæðings. Því þarf reglulegar heimsóknir til tannlæknis sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins. Reglulegt eftirlit gerir okkur kleift að greina vandamál strax í byrjun sem hægt er að meðhöndla á einfaldan máta og þannig varðveitum við tennur og komum í veg fyrir óvænt vandamál.

Stafræn tækni

Við erum Trios ready! Við notum margverðlaunaðan búnað frá danska fyrirtækinu 3Shape til að taka stafræn mát og afsteypur af tönnum. Ekki lengur þörf á mátefnum til að taka afsteypur heldur eru tennur afritaðar með Trios-skanna sem er þrívíddartækni eins og hún gerist best.

Invisalign Go

Tannréttingameðferð án teina! Glærir gómar sem færa tennur í betri stöðu, vernda þannig tennurnar gegn sliti og öldrunaráhrifum.