Leiðbeiningar – eftir aðgerðir í munni

Almennt: 

Við tannúrtöku myndast sár, sem ekki er hægt að hirða um á sama hátt og t.d. húðsár þ.e.a.s. með sáraumbúðum.  Ráðlegt er því að halda kyrru fyrir og hvílast, til þess að sáragræðslan fari eðlilega fram.  Rifnar blóðæðar lokast þá betur og blóðlifur fær tíma til að myndast í sárinu, en það er nauðsynlegt til sáragræðslu.

Við hverju má búast:

Blæðing: Blæðing/seytlun fyrstu 12 til 24 klukkustundirnar.

Bólga: Eðlilegt eftir aðgerðir í munni, nær hámarki á 2.-3. degi og minnkandi á fimmta degi.  Stundum sést mar kringum aðgerðarsvæðið.

Óþægindi: Strax fyrstu klukkutímana eftir aðgerð, getur aukist næstu 2-3 daga en fer síðan minnkandi.  Geta verið verkir jafnvel upp í eyra og tennur í kring geta verið aumar.  Skert opnunargeta munns getur varað í nokkra daga.

Hvað er best að gera eftir aðgerðina:

Blæðing: Setja grisju yfir aðgerðarsvæðið og bítið þétt saman í a.m.k. klukkutíma.  Endurtekið ef blæðing heldur áfram, hvílist og hafið hátt undir höfði. Ekki skola eða sjúga upp úr sárinu og forðast alla óþarfa líkamlega áreynslu.

Bólga: Bólgur eftir munnaðgerð eru eðlilegar.  Setjið t.d. kaldan poka/ís yfir svæðið fyrstu 8-12 klukkutímana. 

Reykingar: FORÐIST REYKINGAR.  Meiri líkur á Dry socket og seinkar sáragræðslu.

Óþægindi: Takið verkjalyf samkvæmt fyrirmælum tannlæknis

Matur: Forðist harða fæðu og heita drykki fyrstu dagana, fljótandi og mjúk fæða ráðlögð.

Munnhirða: Skolið munninn sem minnst fyrsta sólarhringinn.  Hreinsið tennurnar en forðist að snerta sárið með tannburstanum.  Ágætt er að skola munninn a.m.k. einu sinni á dag með munnskoli(Hexdril, Corsodyl) í viku eftir aðgerðina.

Verkjalyf: Gott er að taka bólgueyðandi lyf eins og Íbúfen(500mg) áður en deyfing hverfur og Panódíl/Paratabs til verkjastillingar. Ekki er ráðlagt að nota Aspirín eða Magnýltöflur.

Aukaverkanir:

Dry Socket: Truflun á græðslu í tannholunni, oft á 2.-4. degi.  Geta fylgt miklir verkir, jafnvel upp í eyra.  Getur staðið yfir í 10-12 daga.

 Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 5881688 eða á netfanginu mottaka [hjá] heilartennur.is

Tannlæknastofan Heilartennur.is