Tannlækningar fyrir börn
Við mælum með að fyrsta heimsókn barns til tannlæknis eigi sér stað um tveggja og hálfs árs aldur.
Við leggjum áherslu á að börnunum líði vel þegar tannlæknastofan er heimsótt. Afslappað og vinalegt umhverfi lætur þau njóta heimsóknarinnar og koma þau til með að hlakka til að næstu heimsóknar eftir því sem þau eldast og þroskast.
Foreldrar eiga að byrja að bursta barn tvisvar á dag um leið og fyrsta barnatönnin birtist í munni. Mælt er með að nota barnatannkrem með 1000ppm flúór og einungis þarf tannkrem á við 1/4 af nögl litla fingurs barnsins. Fræðsluefni frá Tannlæknafélagi Íslands.